Tíu starfs­mönn­um Sím­ans og dótt­ur­fé­laga var sagt upp störf­um í dag og í gær. Upp­sagn­irn­ar voru ekki bundn­ar við eitt svið held­ur starfaði fólkið víðs veg­ar í sam­stæðunni, en flestir koma frá Símanum.

Það sem af er ári hef­ur starfs­mönn­um fyr­ir­tækja­sam­stæðunn­ar fækkað um 10% vegna hagræðing­ar og sölu dótt­ur­fé­lag­anna Staka og Talenta. Alls hætta fimmtán starfs­menn um mánaðar­mót­in, þar af eru fyrr­greind­ir tíu og fimm aðrir sem hætta vegna ald­urs.

Nokkuð hefur verið um upp­sagn­ir hjá sam­stæðu Sím­ans það sem af er ári. Í lok fe­brú­ar var þrettán starfsmönnum markaðs- og vefdeildar fyrirtækisins sagt upp til viðbótar við fjórtán starfsmenn sem sagt var upp í lok janúar.

Aðspurð um hvort frekari uppsagna væri að vænta hjá félaginu sagði Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, að fyrirtækið þurfi að stilla sig af eftir vexti á hverjum tíma. „Hvert spor er tekið með það í huga að fjöldi starfsmanna sé í samræmi við markmið um gæði þjónustunnar og að viðskiptavinum sé boðið samkeppnishæft verð,“ segir hún.