Flestir lífeyrissjóðir hafa hingað til veigrað sér við að fjárfesta í leigufélögum, aðallega sökum orðsporsáhættu vegna neikvæðrar almennrar umræðu og ímyndar slíkra félaga, eins og meðal annars hefur verið fjallað um á síðum Viðskiptablaðsins.

Árangur leigufélagsins Heimstaden á Íslandi, áður Heimavalla, síðastliðin ár innan samstæðu hinnar norsku samstæðu í að tryggja snögga og góða þjónustu og fyrirsjáanlega verðlagningu og bæta með því ímynd félagsins var meðal þess sem sannfærði sjóðina um að gefa því betri gaum, en sem kunnugt er hafa 15 lífeyrissjóðir nú skuldbundið sig til að kaupa félagið.

Einn liður í þeirri stefnu félagsins felst í því sem best mætti lýsa sem sjálfskipaðri leigubremsu. Leigusamningar eru verðtryggðir, gerðir til 5 ára með 12 mánaða uppsagnarákvæði fyrir leigusala, og þannig úr garði gerðir að fyrstu árin hefur félagið aðeins heimild til að hækka leiguverð umfram verðlag þegar „rík ástæða“ er til, og þá að hámarki 2% á ári, og að sögn er farið sparlega með þá heimild.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út á miðvikudag. Áskrifendur geta lesið greinina í heild hér.