Meiri­hluti Sjálf­stæðis­flokks­ins í bæj­ar­stjórn Reykja­nes­bæj­ar er fall­inn sam­kvæmt skoðunarkönn­un Fé­lags­vís­inda­stofn­un­ar sem unnin var fyrir Morgunblaðið .

Flokkurinn fengi 37,1% atkvæða en fékk 52,8% í sveitarstjórnarkosningunum árið 2010. Því yrðu aðeins 4 sjálfstæðismenn í bæjarstjórn samkvæmt könnuninni en þeir eru sjö í dag. Alls eru ellefu bæjarfulltrúar í bæjarstjórn Reykjanesbæjar.

Í samtali við Morgunblaðið segist Árni Sigfússon bæjarstjóri taka þessum tölum mjög alvarlega.

Meðal skýringa á fylgitapi Sjálfstæðisflokksins er stofnun flokksins Frjáls afls, sem fengi 10,3% samkvæmt könnuninni. Gunnar Þórarinsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ, leiðir lista Frjáls afls. Gunnar hefur lýst því yfir að aðal stefnumál flokksins er að taka skuldamál Reykjanesbæjar föstum tökum og snúa við hallarekstri bæjarsjóðs.

Samkvæmt úttekt Viðskiptablaðsins í haust á fjárhag sveitarfélaga var Reykjanesbær í öðru sæti yfir skuldugustu sveitarfélög landsins í hlutfalli af tekjum.  Hlutfall skulda af tekjum var þá 270 prósent.

Samkvæmt könnuninni fengi Samfylkingin 16,4%, Píratar 14,9%, Frjálst afl 10,3%, Bein leið 9,9%, Framsóknarflokkurinn 9,9% ef kosið væri nú.