Skipulagi Símans hefur verið breytt eftir stefnumótunarvinnu sem hefur átt sér stað þar undanfarið. Sviðin voru fjögur en verða fimm og hvert með sinn framkvæmdastjóra. Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans, segir að þróunin á fjarskiptamarkaði sé hröð og mjög spennandi hlutir að gerast.

„Við munum halda áfram að sjá möguleika almennings og fyrirtækja til að nýta sér fjarskiptatæknina aukast. Möguleikar sem virtust framandi fyrir tveimur árum eru nú álitnir sjálfsagðir,“ segir hann. Hann segir að í kjölfar viðamikillar stefnumótunarvinnu hafi Síminn sett sér skýr markmið til næstu ára.

„Við setjum okkar sýn á framtíðina fram undir yfirskriftinni „auðgum lífið“,“ segir hann. Með nýja skipulaginu sé verið að aðlaga fyrirtækið að þeim þörfum sem viðskiptavinir fyrirtækisins hafi og kunni að hafa í framtíðinni.

Ítarlega frétt um Símann má lesa í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð .