Lukkuleg skráning samskiptamiðilsins Twitter á hlutabréfamarkað hefur eflt trú forsvarsmanna í tæknigeiranum á markaðinn. Trú þeirra og fyrirætlun um skráningu var að engu þegar Facebook fór á markað í maí í fyrra. Bæði gekk skráningin illa auk þess sem gengi bréfa Facebook hrundi um 50% á tiltölulega stuttum tíma.

Gengi bréfa Twitter ruku upp um 73% frá hlutabréfaútboði þegar viðskipti hófust með þau á markaði vestanhafs í gær. Hamagangurinn hefur ekki haldið áfram í dag en gengi hlutabréfa Twitter hefur fallið um 3,66% í dag.

Fjallað er ítarlega um málið í netútgáfu breska dagblaðsins Financial Times .