Skuldatryggingarálag (CDS)  á fimm ára skuldabréf íslenska ríkisins er nú 215 punktar (2,15%) samkvæmt Bloomberg og hefur ekki verið lægra frá því fyrir hrun. Skuldatryggingarálag hefur verið notað sem mælikvarði á traust fjárfesta til skuldara, í þessu tilfelli íslenska ríkisins. Sem dæmi hefur skuldatryggingarálag Grikklands og fleiri ríkja rokið upp af ótta fjárfesta við að endurheimtur á lánum til þessara ríkja verði ekki 100%. Eins og sést á meðfylgjandi mynd hefur skuldatryggingarálagið á Spán hækkað og er yfir 250 punktar.

Í pistlum Óðins í Viðskiptablaðinu hefur verið fjallað ítarlega um skuldatryggingarálag Íslands í samanburði við önnur ríki.

Skuldatryggingaálag Íslands, Gríslands (PIIGS) og Frakklands
Skuldatryggingaálag Íslands, Gríslands (PIIGS) og Frakklands