Heildarskuldir Tæknivals hf., sem nú hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta, voru um 620 milljónir króna í lok júní á liðnu ári, samkvæmt tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar. Félagið tapaði um 27 milljónum króna á fyrri helmingi ársins og var eigið fé neikvætt um 107 milljónir samkvæmt efnahagsreikningi.

Í byrjun mars á síðasta ári keypti Eignarhaldsfélagið Byr ehf. allt hlutafé Tæknivals. Seljandi var Fons, eignarhaldsfélag í eigu Pálma Haraldssonar og Jóhannesonar Kristinssonar. Kaupverð var ekki gefið upp.

Tæknival hefur í nokkur ár glímt við töluverðan vanda í rekstri þó breyting hafi orðið í batnaðar að undanförnu. Samkvæmt ársreikningi 2005 nam heildartap eftir fjármagn 205 milljónum króna. Árið á undan var hins vegar hagnaður sem átti rætur að rekja til söluhagnaðar eigna. Veltufé var neikvætt um 151 milljón árið 2005 og um 244 milljónir árið á undan.

Á fyrri hluta liðins ár var veltufé neikvætt um níu milljónir samkvæmt tilkynningu til Kauphallar.