Slitastjórn LBI, sem er þrotabú gamla Landsbankans, greiddi fjórðu greiðslu til forgangskröfuhafa í gær.

Greiddir voru 69,4 milljarðar króna í sterlingspundum, evrum og bandaríkjadollurum af erlendum reikningum LBI. Slíkar greiðslur eru undanþegnar lögum um gjaldeyrishöft.

Nú hafa verið greiddir út 730,4 milljarðar íslenskra króna til forgangskröfuhafa Landsbankans. Það er um 55% forgangskrafna.