Smásala í Bretlandi jókst um 0,6% í apríl og 0,9% í mars og nemur aukningin 3% á ársgrundvelli, samkvæmt upplýsingum frá hagstofu Bretlands (Office for National Statistics).

Sérfræðingar spá því að aukning í einkaneyslu geti leitt til þess að Englandsbanki ákveði að hækka stýrivexti síðar á árinu úr 4,5%.