*

mánudagur, 17. júní 2019
Innlent 22. október 2017 18:02

Snapchat segir upp 18 starfsmönnum

Fyrirtækið Snap, sem heldur úti samfélagsmiðlinum Snapchat, sagði á föstudaginn upp 18 starfsmönnum.

Ritstjórn

Fyrirtækið Snap, sem heldur úti samfélagsmiðlinum Snapchat, sagði á föstudaginn upp 18 starfsmönnum. Uppsagnirnar þykja nokkuð sérstakar hjá fyrirtæki á borð við Snap, en starfsfólkið tilheyrði þeirri deild sem sá um að hafa uppi á nýju starfsfólki. Í frétt á vef Reuters segir einnig að búist sé við að hægi á ráðningum hjá fyrirtækinu.

Þar segir einnig að fyrirtækið standi frammi fyrir „erfiðum ákvörðunum“ gagnvart starfsfólki sem ekki standi sig. Í frétt Reuters segir að Snapchat sé vinsælt meðal fólks undir þrítugu sem vill skreyta andlit sitt með kanínuandlitum. 

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is