Sorpa, Sorpstöð Suðurlands og Sveitarfélagið Ölfus eru nú í viðræðum um að svæði á Nessandi vestan Þorlákshafnar verði skoðað með það í huga að koma þar upp flokkun, vinnslu og urðun á úrgangi.

Bjarni Torfi Álfþórsson, stjórnarformaður Sorpu, bendir á að starfsleyfi Álfsness renni senn út. Hann segir að með nýrri gasgerð- arstöð minnki það sem verður eftir til urðunar en að leit standi yfir að framtíðarsvæði fyrir þann úrgang sem áfram mun þurfa að urða.

Spurður hvort Nessandur sé raunhæfasti valkosturinn um þessar mundir segir Bjarni að ekkert betra sé uppi á borðinu.

Gunnsteinn Ómarsson, bæjarstjóri Ölfuss, segir sveitarfélagið hafa tekið jákvætt í fyrirspurnina með þeim formerkjum að ekki sé um að ræða urðun á öllum flokkum eins og nú er á Álfsnesi.

Ef til vill megi nota það sem fellur til við vinnslu á lífrænum úrgangi til uppgræðslu á sandinum.