Íbúðaverð mun hækka um 8% að nafnvirði á þessu ári og aftur um 8% á næsta ári. Þetta jafngildir 8,5% hækkun á raunverði miðað við verðbólgu.

Greining Íslandsbanka segir í spá sinni um þróun íbúðaverðs það sem helst ýti undir verðhækkunina sé m.a. bati í efnahagslífinu, vaxandi kaupmáttur og ríflegar launahækkanir samhliða því sem draga muni áfram úr atvinnuleysi. Þá bendir Greiningin á að stýrivextir séu lágir og að draga úr óvissu um skuldastöðu heimilanna.

Tekið er fram að spáin hvíli á því að hagvöxtur verði á bilinu 2 til 2,5% á þessu og næsta ári og að hratt vindi ofan af þeim slaka og ójafnvægi sem nú sé til staðar í hagkerfinu.

Spá Greiningar Íslandsbanka