Tónlistarmaðurinn David Lowery krefst þess að tónstreymisþjónustan Spotify greiði hljómsveit sinni rúmlega 19 milljarða íslenskra króna sem skaðabætur fyrir að hafa ekki greitt höfundaréttargjöld.

Lowery er meðlimur hljómsveitarinnar ‘Cracker’, og í kæru hans kemur fram að á Spotify séu útgáfur af lögum eftir Cracker. Lowery er ekki einsamall í kærunni, heldur eru rétt um 100 aðrir sem skrifa undir kæruna, hafandi fundið tónlist eftir sig innan þjónustunnar án þess að fá eyri fyrir.

Í gagnrýni Lowery kemur meðal annars fram að Spotify leggji til hliðar peninga til að sefa ósátta listamenn - hann telur að félagið sænska eigi 17 til 25 milljónir dala lagðar frá einmitt í þessu skyni.

Spotify ber það fyrir sig að oft sé erfitt að hafa tök á því hver á hvaða tónlist vegna flókinda í höfundaréttarlöggjöf í Bandaríkjunum. Þá sé hagnaður af tónlist sem óræður höfundur er að lagður til hliðar þar til leyst hefur verið úr því hver á réttindin að tónlistinni.