Vopnasérfræðingar efast um að sprengjan sem Norður-Kórea sprengdi hafi yfir höfuð verið vetnissprengja. Að þeirra mati er líklegra að hún hafi verið kjarnorkusprengja .

Norður-Kórea lýsti því yfir í dag að tilraunir hefðu verið gerðar með vetnissprengju þarlendis. Viðskiptablaðið fjallaði um það. Í lok árs fjallaði Viðskiptablaðið einnig um að Norður-Kórea segðist hafa vetnissprengju undir höndum.

Suður-kóreska leyniþjónustan segist hafa undir höndum gögn um eyðileggingarmátt sprengjunnar sem Norður-Kórea gerði tilraunir með nýlega. Gögnin eru meðal annars unnin úr jarðfræðilegum skjálftaritum.

Samkvæmt mælingum var eyðileggingarmáttur sprengingar Norður-Kóreu einhversstaðar á skalanum 1 og upp í 30 kílótonn, meðan vetnissprengja þyrfti að vera í það minnsta 50 megatonn.

Til samanburðar má nefna að ‘Tsar Bomba’ vetnissprengja Sovétríkjanna hafði einmitt eyðileggingarmátt upp á 50 megatonn, en gerði ráð fyrir 100 megatonna sprengikrafti.

Því má með sanni segja að sprenging Norður-Kóreu hafi verið einhverju undir gereyðingarkrafti vetnissprengjunnar.