Stjórn SPRON-sjóðsins ses. hefur samþykkt að selja að hámarki 4,8% hlut í SPRON hf. á fyrsta viðskiptadegi SPRON hf. 23. október næstkomandi. Markmiðið með sölunni er að stuðla að virkri verðmyndun á markaði.

Þegar og ef sjóðurinn hefur selt 60% af áætluðu magni eða í síðasta lagi kl. 14:00 á fyrsta viðskiptadegi eiga tveir viðskiptavakar valrétt á að kaupa af honum hluti í SPRON að fjárhæð 300 milljónir hvor á vegnu meðalverði þeirra hluta sem SPRON-sjóðurinn hefur selt í viðskiptakerfi kauphallar fram að þeim tíma.

Þegar og ef sjóðurinn selur hlutabréf í SPRON verður tilkynnt um viðskiptin um leið og viðskiptunum lýkur eða í síðasta lagi í lok dags.

SPRON-sjóðurinn ses er innherji í SPRON hf. Engar innherjaupplýsingar eru fyrirliggjandi eftir að tilkynning um óendurskoðað 8 mánaða uppgjör var birt 17. október síðastliðinn.