Hjálparstarf kirkjunnar, Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur og Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands munu sameinast um jólaaðstoð í ár í kjölfar góðs samstarfs á síðasta ári.

Í sameiginlegri tilkynningu kemur fram að miðað við ört vaxandi þörf á aðstoð það sem af er þessu ári, er ljóst að margir þurfa á stuðningi að halda um jólin. Má gera ráð fyrir að þeir skipti þúsundum.

Þeim sem vilja sækja um aðstoð er bent á að umsóknareyðublöð er hægt að nálgast auk þess að móttaka umsókna fer fram á eftirfarandi stöðum:

Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Hátúni 12. Dagana 25. nóvember, 2. desember og 9. desember milli kl.10:00-14:00.

Hjálparstarfi kirkjunnar, Háaleitisbraut 66. Dagana 2., 3., 4., 9. og 10. desember milli kl. 11:00-12:00 og kl. 14:00-16:00.

Úthlutun aðstoðar fer fram í húsnæði Straums Fjárfestingabanka á 1. hæð í Borgartúni 25, Reykjavík og hefst þann 16. desember næstkomandi.

Þá kemur fram að markmiðið með samstarfi þessara þriggja aðila er að bæta skilvirkni og auka aðstoð við þá sem leita eftir henni, hvar á landinu sem þeir búa. Þá er vonast til þess að með þessu samstarfi verði fyrirtækjum gert auðveldara að leggja málefninu lið. Aðstoðin felst fyrst og fremst í úthlutun matvæla.

Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Hjálparstarf kirkjunnar og Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands þakka dyggan stuðning fyrirtækja á undanförnum árum.

Undirbúningur fyrir jólin hefst strax í byrjun desember og koma allar gjafir að góðum notum. Þeim sem vilja leggja aðstoðinni lið er bent á að hafa samband við tengiliði:

Vilborg Oddsdóttir , félagsráðgjafi og umsjónarmaður innanlandsaðstoðar Hjálparstarfs kirkjunnar

[email protected] sími 562 4400 / 823 2321

Aðalheiður Frantzdóttir , framkvæmdastjóri Mæðrastyrksnefndar

[email protected] sími 551 4349 / 694 4456

Erna Lúðvíksdóttir , forstöðumaður sjálfboðamiðlunar R-RKÍ

[email protected] sími 545-0400