Stjórnendur breska bankans Royal Bank of Scotland (RBS) brýna niðurskurðarhnífinn þessa dagana. Búist er við að bankinn verði skorinn niður, stór hluti af erlendri starfsemi bankans seld og starfsfólki fækkað um allt að 30.000 á næstu árum.

Breska dagblaðið Financial Times segir að með breytingunum horfi stjórnendur RBS til þess að draga verulega úr áhættu í rekstri.

Bankinn rambaði á barmi gjaldþrots haustið 2008 og varð breska ríkið að koma honum til hjálpar. Breska ríkið á nú 81% RBS.