Frá því að þingsályktunartillaga um aðildaviðræður við ESB var samþykkt í júní 2009 hefur allt gengið eftir og vinna er á áætlun. Þetta sagði Stefán Haukur Jóhannesson, aðalsamningamaður Íslands í viðræðum við ESB, á opnum fundi Félags kvenna í atvinnurekstri og utanríkisráðuneytisins. Hann sagði að vinnan hafi skilað Íslandi á þann stað sem við erum á í dag, þar sem formlegar viðræður eru hafnar.

Hann sagði núna standa yfir rýnivinnu þar sem löggjöf ESB er greind og skilgreint hvað ber á milli löggjafa sambandsins og Íslands. Þetta sé gert til að geta hafið efnislegar viðræður. VInnan er um það bil hálfnuð, sagði Stefán Haukur og búast megi við að henni ljúkí í júní. Þá sé hægt að hefja efnislegar viðræður.

Hann sagðist búast við frekari þunga í viðræðum eftir sumarið.