Spænski risa­bankinn Santander býst við því að greiða hlut­höfum um 6,5 milljarða banda­ríkja­dala í arð á árinu sem sam­svarar um 895 milljörðum ís­lenskra króna á gengi dagsins.

Í af­komu­spá sem The Wall Street Journal greinir frá segir að tekjur bankans hafi aukist um 9% á fyrsta árs­fjórðungi í saman­burði við fyrsta árs­fjórðung í fyrra.

Tekju­vöxturinn er sagður koma til vegna þess hversu vel bankanum hefur tekist að fjölga við­skipta­vinum sínum milli ára.

Bankinn er sagður vera á góðri leið með að ná að af­komu­mark­miðum sínum fyrir árið 2024 en sam­kvæmt af­komu­spá er búist við um 16% arð­semi eigin fé á fyrsta fjórðungi.