Fjárfestingabankinn Fossar stefnir að skráningu á markað innan þriggja ára segir Haraldur Þórðarson, forstjóri og einn stofnenda Fossa, í samtali við mbl. En fyrr í þessum mánuði fengu Fossar starfsleyfi sem fjárfestingarbanki frá fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands en fyrir starfaði félagið sem verðbréfafyrirtæki.

Sjá einnig: Hagnaður Fossa markaða þrefaldast

Fossar voru stofnaðir árið 2015 og þjónusta innlenda og erlenda fjárfesta á sviði markaðsviðskipta, fyrirtækjaráðgjafar og eignastýringar. Þá hagnaðist félagið um 526 milljónir á síðasta ári samanborið við 177 milljónir árið áður og arðsemi eigna nam 65,7% árið 2021.