Það stefnir í að methagnað hjá Samsung á þriðja fjórðungi. Forsvarsmenn fyrirtækisins tilkynntu þetta í morgun.

Talið er að rekstrarhagnaður á fjórðungnum geti numið 9,6 milljörðum dala, eða 1150 milljörðum króna. Það yrði þá 23% aukning frá sama tíma í fyrra. Hagnaðurinn á öðrum fjórðungi í ár var 7 milljarðar dala.

Endanlegt uppgjör fyrir þriðja fjórðung verður kynnt í lok október, að því er fram kemur á viðskiptavef CNN .