Hlutabréf í Asíu voru ýmist upp eða niður í dag en DJ Asia-Pacific lækkaði um 0,5%. Hlutabréf í Japan lækkuðu um 0,5%, þau hækkuðu um 1,4% í Sjanghæ og lækkuðu um 0,4% í Hong Kong. Þá lækkuðu hlutabréf í Seúl um 2,1% þrátt fyrir að Seðlabankinn í Suður-Kóreu hafi lækkað stýrivexti um 0,5 prósentur í 2,5%, að því er segir í SCMP.

Nú er beðið eftir atvinnuleysistölum frá Bandaríkjunum og talið er að þær gætu verið þær verstu í mörg ár, að því er segir í MarketWatch. Þetta veldur því að fjárfestar eru í óvissu og stefnuleysi ríkir á mörkuðum í Evrópu í fyrstu viðskiptum í morgun. Heildarvísitölur fyrir álfuna eru við núllið þegar þetta er skrifað.