Lausafjárkrísan mun neyða stjórnvöld um allan heim til að gera umtalsverðar breytingar á fjárlagagerð sinni að sögn Spánverjans Rodrigo Rato, fráfarandi framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hann varar við því að þrengingar á lánsfjármörkuðum séu langt í frá ?stormur í vatnsglasi?.

Rato telur að þótt heldur hafi dregið úr þrengingum á lánamörkuðum gerist það sennilega ekki fyrr en á næsta ári að aðstæður verði orðnar eðlilegar á ný, það er með tilliti til aðgengis að fjármagni og lánskjara. Sagt var fré þessu í Hálf fimmfréttum Kaupþings.