Stoðir hafa ákveðið að selja 42.094.904 hluti í Tryggingamiðstöðinni hf. sem samsvarar 5,54% af útgefnum hlutum í félaginu. Um er að ræða þegar útgefin bréf í Tryggignamiðstöðinni hf. Útgefnir hlutir í Tryggingamiðstöðinni eru samtals 760.393.8878 og er hver hlutur 1. króna að nafnverði.

Lágmarksgengi í útboðinu verður 31,5 krónur á hlut, sem þýðir þá að lágmarksvirði hlutarins sem er til sölu er um 1,3 milljarðar króna. Í útboðslýsingu segir að Markaðsviðskipti Landsbankans hafi umsjón með sölu hlutanna. Tilboðsgjafar skuli að lágmarki bjóða 600 þúsund hluti.

Þá segir í útboðslýsingunni að tekið verði við tilboðum á morgun frá klukkan tíu en tilboðsfrestur renni út klukkan fjögur. Niðurstöður útboðsins verða svo birtar í Kauphöll að loknu útboði.