Breska smásöluveldið Reckitt hefur greint frá því að sala á Durex smokkum hafi aukist verulega í nokkrum löndum sem hafa að undanförnu ráðist í tilslakanir á samkomutakmörkunum. BBC greinir frá.

Meðal vörumerkja sem eru undir hatti Reckitt samsteypunnar er smokkaframleiðandinn Durex, en að sögn Reckitt jókst smokkasala á fyrsta ársfjórðungi þessa árs um „tveggja stafa prósentutölu“, í samanburði við sama ársfjórðung í fyrra.

Í árdögum faraldursins í fyrra greindi Reckitt frá því að fólk stundaði minna kynlíf vegna kvíða sem faraldurinn hafði í för með sér. Salan á Durex smokkum hafi svo tekið við sér á ný síðasta sumar er slakað var á samkomutakmörkunum.