Héraðsdómur Reykjaness hefur lokið skiptum á Ásafélaginu ehf. en það var tekið til skipta þann 19. október 2012.

Samtals voru lýstar kröfur í félagið um 1.521 milljón króna Samtals fékkst greitt 64,983% upp í veðkröfur og 3,345% upp í almennar kröfur.

Íslandsbanki fór fram á skiptin vegna þess að félagið greiddi ekki af lánum vegna fasteigna af Miðhrauni 4 og Köllunarklettsvegar 8 sem Ásafélagið leigði út. Ásafélagið fékk lánað samtals sem nam um 740 milljónum króna hjá Byr en við yfirtöku á bankanum fluttust lánin yfir í Íslandsbanka.