Gengi krónunnar vegnu meðaltali þeirra gjaldmiðla sem teknir eru í gengisvísitölu krónunnar hefur styrkst um 1,1% á einni viku og er vísitalan nú komin niður fyrir 217 stig í fyrsta skipti síðan um miðjan apríl. Seðlabankinn skráði gengisvísitöluna 216,3668 í morgun en fyrir viku síðan var vísitalan 218,651 stig.

Athygli vekur að þessi þróun skuli eiga sér stað þrátt fyrir tölur Hagstofunnar um slæmar hagvaxtarhorfur sem birtust í síðustu viku en líklegt má telja að stýrivaxtahækkun sé einhver áhrif að hafa á gengi krónunnar.