Tískuverslunin Superdry hefur tilkynnt að hún muni afskrá sig af kauphöllinni í London í samræmi við endurskipulagningarferli en fyrirtækið hefur undanfarið leitast leiða við að draga úr kostnaði.

Julian Dunkerton, framkvæmdastjóri og annar stofnandi Superdry, segir að tilkynningin væri mikilvæg stund í sögu fyrirtækisins. Félagið leitast einnig við að safna 10 milljónum punda með hlutafjáraukningu.

Gengi vörumerkisins, sem er þekktast fyrir yfirhafnir sínar og hettupeysur, hefur lækkað úr 500p á hvern hlut í rúmlega 5p. Sérfræðingar segja að fyrirtækið hafi átt í erfiðleikum með að höfða til yngri neytenda þrátt fyrir samstarf við áhrifavalda á Instagram og TikTok.

Superdry rekur 216 verslanir út um allan heim og hefur eytt háum fjárhæðum í að fá frægt fólk eins og Brooklyn Beckham og Neymar Jr. til sín til að auglýsa vörumerkið. Salan hefur engu að síður dregist saman um 23,5% niður í 220 milljónir punda.