*

laugardagur, 20. júlí 2019
Fólk 2. desember 2017 15:34

Svanhildur og Páll aðstoða Bjarna áfram

Nýr fjármálaráðherra hefur ráðið Svanhildi Hólm Valsdóttur og Pál Ásgeir Guðmundsson sem aðstoðarmenn.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Svanhildur Hólm Valsdóttir og Páll Ásgeir Guðmundsson hafa verið ráðin aðstoðarmenn Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra að því er segir á vef fjármálaráðuneytisins.

Svanhildur hefur verið aðstoðarmaður Bjarna frá árinu 2012. Frá 2009-2012 var hún framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Svanhildur er lögfræðingur að mennt og starfaði um langt árabil við fjölmiðla.

Páll Ásgeir hefur verið aðstoðarmaður Bjarna frá því í apríl 2017. Áður en hann tók við því starfi vann hann í 14 ár hjá Gallup og gegndi í sjö ár stöðu sviðsstjóra markaðs- og viðhorfsrannsókna. Páll er með B.A. gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands.