Rúnar Bjarnason endurskoðandi var á dögunum ráðinn forstöðumaður PricewaterhouseCoopers á Norðurlandi. Hann hefur unnið hjá PwC frá árinu 2008.

„Ég er alinn upp í Reykholti í Biskupstungum og er gríðarlega stoltur af upprunanum,“ segir Rúnar þegar hann er spurður út í bernskuárin. Hann segist vera sveitastrákur í húð og hár. „Síðan þegar ég fór í menntaskóla þá ákvað ég að söðla um og prófa að fara í bæinn. Ég sé ekki eftir því. Það var góður tími,“ bætir hann við. Bróðir Rúnars bjó í Kópavogi á þeim tíma sem Rúnar var að hefja nám í framhaldsskóla.

„Við leigðum saman og ég ákvað að fara í Menntaskólann í Kópavogi, sem reyndist góð ákvörðun enda virkilega góður skóli,“ segir Rúnar.

Rúnar lauk svo grunnnámi í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2008 og framhaldsnámi í reikningsskilum og endurskoðun frá Háskóla Íslands árið 2011. Hann segist hafa tekið meistaranámið samhliða vinnu, enda hafi námið verið skipulagt á þann hátt að það hafi verið mjög hentugt.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .