*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 8. maí 2013 16:04

Sýslumaðurinn á Selfossi kærður vegna nauðungarsölu

Sýslumaðurinn á Selfossi segir óvenju mikið af nauðungarsölum á Suðurlandi. Um uppsöfnuð mál að ræða.

Ritstjórn

Nauðungarsölum hefur fjölgað mikið á Suðurlandi síðustu vikurnar, einkum í Árnessýslu. Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, segir í samtali við Sunnlenska fréttablaðið ástandið óvenju slæmt. Endanlegar sölur séu orðnar 130 á þessu ári. Þær hafa annars verið 200 talsins á ári hverju. Hann segir þróunina skýrast af uppsöfnun á frestuðum málum. Uppboðsbeiðendur eru í flestum tilvikum fjármálastofnanir. 

Ólafur segir áberandi fjöldi uppboða vera í þéttbýli, jafn íbúðir sem atvinnuhúsnæði. Þá hafi verið talsvert um nauðungarsölu á sumarhúsalóðum.

Sýslumaðurinn ákærður

Ólafur hefur sjálfur verið kærður til ríkissaksóknara vegna brota í opinberu starfi í tengslum við nauðungarsölu á eign í Grímsnesinu. Maðurinn telur Ólaf ekki hafa gætt að ákvæðum laga við nauðungarsöluna og brotið á réttindum hans. Hann hafi m.a. þvertekið fyrir að bóka athugasemdir við nauðungarsöluna og hótað að fyrirskipa lögreglu að skerast í leika þegar sá sem nauðungarsölunni sætti vildi ekki una því. Sá hinn sami vildi sömuleiðis að vitni væru viðstödd gerðina en neitaði Ólafur því.