Ríflega 19% hlutur í Fjarskiptum, móðurfélagi Vodavona, skipti um hendur í einum viðskiptum um klukkan 11:20 í dag. Hluturinn, sem er ríflega 66 milljónir króna að nafnvirði, var seldur í einu lagi en ekki er vitað enn sem komið er hver er seljandi eða kaupandi. Vegna þess um hve stóran hlut í félaginu er að ræða má vænta flöggunar um viðskiptin í dag.

Alls nam velta með bréf félagsins klukkan 11:50 í dag tæplega 2,5 milljörðum króna og hafa því ríflega 70 milljónir hluta í Fjarskiptum skipt um hendur það sem af er degi. Heildarhlutafé í Fjarskiptum er tæplega 340,8 milljónir að nafnvirði.