Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, hefur boðað fulltrúa olíufélaganna á Íslandi á sinn fund til að ræða verðmyndun gagnvart neytendum á bensíni og díselolíu.

Á heimasíðu talsmanns neytenda segir að fyrst og fremst spyrji hann hvernig verðmyndun á bensíni og díselolíu á neytendamarkaði sé háttað hjá félögunum og hvort „samkvæmni“ sé í því hvort og þá hversu fljótt verði á nefndum vörum sé breytt við breytingar á gengi og heimsmarkaðsverði.

Ekki er ljóst hvort upplýst verður um það sem fram kemur á fundunum, enda er talsmanni neytenda lögum samkvæmt óheimilt að greina frá trúnaðarupplýsingum sem hann kemst að í starfi sínu.