Tekjur 365 hf. á árinu 2014 voru 10.079 milljónir króna. Þetta er 11% aukning frá fyrra ári ef að Póstdreifing er tekin með, en félagið var ekki partur af 365 hf. á árinu 2014.

EBITDA félagsins að teknu tilliti til einskiptisliða var jákvæð sem nemur 644 milljónum króna. Þrátt fyrir það var tap á rekstri félagsins sem nam 1.360 milljónum króna. Að sögn 365 má rekja stóran hluta tapsins til sameiningar, endurskipulagningar, niðurfærslu dagskrárbirgða og sérstakra afskrifta sem samtals námu um 1.071 milljónum króna.

Heildareignir samstæðunnar námu í árslok 11.396 milljónum króna og eigið fé nam 2.541 milljónum króna, eiginfjárhlutfall er 22,2%.