Samkvæmt ársfjórðungsuppgjöri Færeyska olíufélagið Atlantic Petroleum, sem er skráð í Kauphöll Íslands nam tap tímabilsins 28 milljónum íslenskra króna. Á sama tímabili fyrir ári síðar nam tapið hinsvegar 473 milljónir íslenskra króna.

Wilhelm Petersen, forstjóri Atlantic Petroleum sagði við þetta tilefni að afkoman sé í takt við væntingar og að verkefni félagsins tengt framkvæmdum á Chestnut og Ettrick svæðunum gangi vel. Félagið mun fjármagna nýjar fjárfestingar sem verið er að skoða um þessar mundir með hlutafjáruppboði á öðrum ársfjórðungi segir Wilhelm Petersen.