Tónlistarkonan Taylor Swift er fyrsta konan sem hefur selt milljón plötur í sömu viku í og platan er gefin út og það í annað skipti á ferlinum. Hún gaf út plötuna “Red” þann 22.október sl. og hefur þegar selt yfir 1,2 milljón stykkii í Bandaríkjunum en árið 2010 seldi hún svipað magn af plötunni “Speak Now.” Með þessari sölu hefur hún slegið sölumet rapparans Eminems frá árinu 2002.

Í síðustu viku var þessi nýja plata Swift einn fimmti af allri plötusölu í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram á vef Politiken.