Tæplega 93 milljóna króna tap var af rekstri Vífilfells á síðsta ári. Hagnaður ársins 2012 nam hins vegar 190,5 milljónum.

Tekjur Vífilfells minnkuðu um 250 milljónir milli ára og voru tæplega 10,8 milljarðar króna.

Viðskiptablaðið greindi frá því í síðasta tölublaði að tap Ölgerðarinnar, stærsta keppinautur Vífilfells, nam rétt rúmum einum milljarði króna árið 2013.

Meginástæðan er endurálagning skatta, en hagnaður fyrir skatta nemur 8 milljónum króna.Ölgerðin velti 18,4 milljörðum á síðasta ári.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .