Telegraph greinir frá því í dag að Baugur hafi nú til skoðunar hvað gera skuli við fyrirtæki félagsins, Julian Graves. Julian Graves er smásölufyrirtæki með heilsufæði, sem Baugur keypti fyrir 14 milljónir punda árið 2003. Í fyrra lagði Baugur 11,2 milljónir punda af fjármagni til viðbótar í félagið.

Samkvæmt Telegraph er líklegasta niðurstaðan að Julian Graves verði selt, fyrir 20-50 milljónir punda. Talsmaður Baugs staðfesti að sérfræðingar Deloitte skoði nú hvað best sé að gera í stöðunni.

Fyrir nokkrum vikum seldi Baugur tískuverslanakeðjuna MK One. Í kjölfarið hófust vangaveltur um fjárhagslegt bolmagn Baugs. Baugur þvertekur hins vegar fyrir að fjárhagsstöðu félagsins sé ábótavant.

Grein Telegraph.