Kröfuhafar Kaupþings taka hugmyndir um 35% útgönguskatt ekki trúanlegar. Þetta kemur fram í viðtali Bloomberg við Timothy Coleman, sem starfar hjá Blackstone Group LP og ráðgjafastörfum fyrir Kaupþing. Þá segir hann að kröfuhafarnir séu tilbúnir til þess að setjast niður með stjórnvöldum og ræða samning, sem hægt væri að ljúka hratt og með viðeigandi hætti fyrir alla aðila.

Coleman segir að hugmyndir um 35% útgönguskatt á kröfuhafa föllnu bankanna sem Morgunblaðið sagði frá nýlega líklega ekki komna frá stjórnvöldum. „Við teljum að stjórnvöld reki varfærnislegt og úthugsað ferli sem innihaldi ekki slíkar aðgerðir,“ segir Coleman í samtali við Bloomberg.