Nefnd sem skipuð var af hálfu forsætisráðuneytisins í október í fyrra hefur skilað  skýrslu og tillögum um bætta neytendavernd á fjármálamarkaði. Nefndin leggur m.a. til að ítarleg rannsókn verði gerð á bankamarkaði. Nefndin telur að samkeppni sé ábótavant á bankamarkaði, einkum á húsnæðislánamarkaði og leggur til að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti beiti sér fyrir rannsókn á bankamarkaðnum og geri samanburð á gjaldtöku fjármálafyrirtækja á Norðurlöndunum og öðrum nágrannaríkjum.

Þá leggur nefndin til að settt verði á fót vefsíða þar sem allar upplýsingar um fjármálaþjónustu eru veittar á skýran og aðgengilegan hátt, auðvelt verði að bera saman þjónustu banka og annarra fjármálastofnana t.d. vegna húsnæðislána, sparnaðar og vátrygginga.

Nefndin leggur sömuleiðis til að boðið verði upp á fleiri tegundir lána t.d. hrein vaxtalán og mögulega lán með verðtryggingarþaki þannig að lán hækki umfram umsanin mörk og áhætta af verðbólguskoti dreifist mili lántaka og lánveitanda.

Nánar um tillögur nefndarinnar