Í tillögum Hafró frá því í gær felst auking á útflutningsverðmæti upp á um 4-5 þús. þoskígildistonn eða um 0,5 ma.kr. Að teknu tilliti til innflutningshlutfalls í kostnaði við veiðar er framlag aukningarinnar til landsframleiðslu hverfandi. Þetta er niðurstaða greiningardeidlar Íslandsbanka og má sjá í Morgunkorni þeirrá.

Þar er ennfremur bent á að meiri aflaaukning og meira framlag sjávarútvegs til hagvaxtar hefur verið innbyggð í þær þjóðhagsspár sem birtar hafa verið að undanförnu. Þannig reiknaði fjármálaráðuneytið með því að útflutningur sjávarafurða myndi aukast um 3% á næsta ári í Þjóðhagsspá sinni sem birt var í byrjun maí síðastliðnum og Seðlabankinn reiknaði með um 3,5% aukningu í skýrslu sem bankinn birti fyrr í þessum mánuði.

Í Þjóðhagsspá Greiningar ÍSB sem birt var í febrúar síðastliðnum var reiknað með 5,2% vexti. Nú er útlit fyrir að aukningin í ár verði nokkuð minni eða nær 1%. Þetta merkir að spár ofangreindra aðila sem hljóða upp á 4,5% til 4,9% hagvöxt á næsta ári - þar sem fjármálaráðuneytið er með lægstu spánna en Greining ÍSB þá hæðstu - kunni að vera of háar sem nemur um 0,5-0,2 prósentum