*

föstudagur, 17. september 2021
Erlent 10. júní 2020 15:56

Tesla brýtur 1.000 dollara múrinn

Hlutabréf Teslu hafa hækkað um rúm 7% og hafa þau aldrei verið hærri, hækkunina má rekja til tilkynningar Elon Musk.

Ritstjórn
Tesla Model X P90D.
Haraldur Guðjónsson

Hlutabréf rafbílaframleiðandans, Tesla, hafa hækkað um rúmlega 7%, það sem af er dags, og standa þau nú í rúmlega 1.010 dollurum hvert. Hækkunin má rekja til tilkynningar Elon Musk, framkvæmdarstjóra og stofnanda Tesla, þar sem hann sagði félagið hefja framleiðslu á trukknum Semi árið 2021.

Miðað við núverandi hlutabréfverð Tesla er markaðsvirði félagsins rúmlega 187,4 milljarðar Bandaríkjadalir. Til samanburðar er markaðsvirði Ford um 27,6 milljarðar dala og markaðsvirði Toyota um 179 milljarðar dala.

Tilkynning Musk kemur í kjölfarið á því að rafbílaframleiðandinn, Nikola, er byrjaður að taka á móti bókunum fyrir nýja rafmagnspallbílinn sinn, Badger. Hlutabréf Nikola rúmlega tvöfölduðust síðasta mánudag, hækkuðu svo um 28% í gær en þau hafa lækkað um tæplega 12% í dag.

Stikkorð: Toyota Tesla ford Elon Musk Nikola