Hrafn Bragason var formaður þriggja manna nefndar sem vann úttekt á fjárfestingarstefnu, ákvörðunum og lagalegu umhverfi lífeyrissjóða í aðdraganda efnahagshrunsins á Íslandi í október 2008.

Hrafn er fæddur á Akureyri á þjóðhátíðardaginn 17. júní árið 1938. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri tvítugur að aldri og veturinn eftir stúdentsprófið hélt hann til Madrid í spænskunám. Lögfræðin heillaði hann og lauk hann cand. juris frá Háskóla Íslands árið 1965.

Hrafn var skipaður borgardómari í Reykjavík 1972 til 1987 og svo hæstaréttardómari frá 1987 og forseti Hæstaréttar Íslands 1994 til 1995.

Árið 1994 sendi Hrafn héraðsdómstólunum og Lögmannafélagi Íslands bréf þar sem hann gagnrýndi kærugleði einstakra lögmanna og sagði að oftar en ekki væri engin sjáanleg ástæða til að kæra mál til Hæstaréttar. Í kjölfarið uppskar hann töluverða gagnrýni hjá öðrum lögmönnum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu undir liðnum tölublöð hér að ofan.