Á morgunfundi Landsbankans um fjárfestingatækifæri í sjávarútvegi var meðal annars nýr framtakssjóður á vegum Landsbréfa kynntur. Sjóðurinn mun heita Sæhorn en að sögn Sigþórs Jónssonar, framkvæmdastjóra Landsbréfa, hefur hann fengið góðar viðtökur þó hann sé enn ekki fjármagnaður. Hann stefnir þó á að hann muni vaxa og dafna á næstu árum og verða félagi í kauphöll innan fimm ára.

VB Sjónvarp ræddi við Sigþór.