*

sunnudagur, 7. júní 2020
Fólk 7. október 2019 09:38

Þrír ráðgjafar hefja störf hjá Birki ráðgjöf

Guðmundur Páll Gíslason, Ingibjörg Gísladóttir og Rakel Heiðmarsdóttir stofna mannauðs- og rekstrarráðgjafarfyrirtæki.

Ritstjórn
Stofnendur Birki ráðgjafar eru þau Rakel Heiðmarsdóttir, Guðmundur Páll Gíslason og Ingibjörg Gísladóttir.
Aðsend mynd

Stofnuð hefur verið ráðgjafarþjónustan Birki ráðgjöf þar sem boðið er upp á mannauðs- og rekstrarráðgjöf frá ráðgjöfum með mikla reynslu úr atvinnulífinu. Einnig er í boði fræðsla og vinnustofur fyrir stjórnendur og starfsmenn. Hjá Birki ráðgjöf er lögð áhersla á langtímaárangur og eftirfylgni.

Að baki Birki ráðgjöf standa Guðmundur Páll Gíslason, Ingibjörg Gísladóttir og Rakel Heiðmarsdóttir.

Guðmundur Páll Gíslason er viðskiptafræðingur að mennt og hefur meðal annars starfað sem framkvæmdastjóri hjá Skeljungi, rekstrar- og innkaupastjóri hjá Högum og framkvæmdastjóri hjá West Ham Football Club, auk þess að sinna rekstrarráðgjöf síðastliðin ár.

Ingibjörg Gísladóttir er með háskólapróf í boðskiptafræðum í viðskiptaumhverfi og framhaldspróf á sviði starfsþróunar. Hún hefur starfað við mannauðsráðgjöf til stjórnenda og stjórnendaþjálfun á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar síðastliðin 16 ár og samhliða verið sjálfstætt starfandi við ráðgjöf, markþjálfun og framkvæmd hugmynda- og stefnumörkunarfunda.

Rakel Heiðmarsdóttir er með doktorspróf í ráðgjafarsálfræði og hefur starfað við mannauðsstjórnun í um 14 ár meðal annars hjá Norðuráli og Bláa lóninu. Rakel hefur jafnframt veitt markþjálfun og mannauðs- og stjórnunarráðgjöf á vegum Inventus ehf. og haldið ýmis námskeið fyrir stjórnendur og starfsmenn fyrirtækja og stofnana.