Á árunum 2004 til 2014 fóru utanríkisráðherrar samtals í 169 utanlandsferðir. Vegna þeirra fengu þeir dagpeningagreiðslur upp á samtals 30,2 milljónir króna. Heildarkostnaður vegna ferðalaganna nam 97,7 milljónum að dagpeningum meðtöldum.

Meðalgreiðsla dagpeninga var 247.561 króna á ferð, en athyglisvert er að af ráðherrunum sjö eru sex þeirra undir þessu meðaltali. Dagpeningagreiðslur til Halldórs Ásgrímssonar námu alls 5,6 milljónum króna, en hann fór í átta utanlandsferðir meðan hann gegndi embættinu, sem þýðir að meðaltal dagpeninga nam um 695.000 krónum. Tveir ráðherrar fengu hærri dagpeningagreiðslur samtals í sinni embættistíð, Össur Skarphéðinsson fékk 8,2 milljónir og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fékk tæpar sjö milljónir. Össur fór hins vegar í 74 ferðir og Ingibjörg Sólrún í 35 ferðir.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .