Lánasjóður sveitafélaga (LSS) ákvað að taka tilboðum fyrir 550 milljónir króna í skuldabréfaútboði sjóðsins í flokki LSS150224, eða 15 ára skuldabréfaflokk, á ávöxtunarkröfunni 4,834%.

Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar en útboðið fór fram s.l. föstudag. Alls bárust tilboð að nafnvirði rúmlega 2,7 milljarða króna á bilinu 4,77% - 5,40%.

Heildarstærð flokksins er nú rétt rúmir 15 milljarða króna en útistandandi fyrir voru tæpir 14,5 milljarðar króna.