Tíu aðilar hafa falast eftir hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja nú þegar umsóknarfrestur er útrunnin. Hinn 7. mars síðastliðin var 15,203% hlutur ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja hf. auglýstur til sölu. Frestur til þess að lýsa yfir áhuga á að bjóða í hlutinn rann út 2. apríl síðastliðin að því er segir í tilkynningu.

Eftirfarandi aðilar hafa tilkynnt framkvæmdanefnd um einkavæðingu um áhuga sinn á að bjóða í eignarhlut ríkisins í fyrirtækinu:

Askar Capital hf.
Atorka Group hf.

Base ehf.

Geysir Green Energy ehf.

Impax New Energy Investors LP (breskur sjóður sem fjárfestir í endurnýjanlegri orku.)

Norvest ehf.

Óstofnað félag í eigu starfsmanna HS og Sparisjóðs Keflavíkur o.fl.

Óstofnað félag í eigu Landsbanka Íslands hf., Harðar Jónssonar og Arnar Erlingssonar

Óstofnað félag í eigu Gnúpverja ehf., Hvatningar ehf. Kaupfélags Suðurnesja svf., Nesfisks ehf. og Vísis hf.

Saxbygg ehf.


Framangreindir aðilar uppfylla þau skilyrði sem sett voru í auglýsingu fyrir því að mega bjóða í eignarhlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja hf. Á næstu dögum og vikum verður aðilum gefinn kostur á frekari kynningu á fyrirtækinu, ásamt upplýsingum um söluferlið. Frestur til þess að skila inn bindandi verðtilboði hefur verið ákveðinn 30. apríl nk. Verða tilboðin opnuð þann dag að viðstöddum bjóðendum og þeim fjölmiðlum sem þess óska.