*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 14. febrúar 2006 11:45

TM og Mest semja um vátryggingaviðskipti

Ritstjórn

Fulltrúar Tryggingamiðstöðvarinnar hf. (TM) og Mest undirrituðu í dag samning um að TM veiti Mest alhliða vátryggingarvernd sem sniðin er að þörfum fyrirtækis í framleiðslu- og þjónustu. Þetta kemur fram í tilkynningu TM.

Þjónustan tekur til trygginga á fasteignum, ökutækjum og starfsfólki Mest, sem er eitt öflugasta fyrirtæki landsins á byggingamarkaði. Einnig er samið sérstaklega um farmtryggingar en innflutningur og sala á byggingavörum og byggingarefni er stór liður í starfsemi Mest.

TM hefur um árabil verið vátryggjandi Merkúr hf. sem nýverið sameinaðist Steypustöðinni ehf. undir merkjum Mest ehf. Samstarf fyrirtækjanna hefur verið farsælt og reynsla tryggingataka af þjónustu TM afar jákvæð.

Samningurinn er gerður að undangengnu útboði þar sem TM reyndist lægstbjóðandi.