*

mánudagur, 23. september 2019
Innlent 17. ágúst 2019 09:00

Tölfræði fjölmiðla: Óttast falsfréttir

Bandaríkjamenn hafa „mjög miklar“ áhyggjur af skálduðum fréttum og rangri upplýsingagjöf.

Ritstjórn

Þegar Bandaríkjamenn eru spurðir um helsta aðsteðjandi vanda í landi þeirra, sem ekki þoli neina bið að reyna að leysa kennir þar ýmissa grasa, sem fæst koma svo sem á óvart.

Þó vekur það sérstaka athygli hvað skáldaðar fréttir, falsfréttir eða rangar upplýsingar eru þar ofarlega á blaði. Aðeins fjórir málaflokkar komast ofar og um helmingur þjóðarinnar vestra hefur „mjög miklar“ áhyggjur af þeim, ef marka má könnun sem gerð var í vor og byggir á svörum liðlega sex þúsund manns.

Fæstir kenndu þó blaðamönnum um, heldur stjórnmálafólki, spunakerlingum þeirra og pólitískum aðgerðasinnum.